Neyðarkallinn í ár er björgunarsveitarmaður í bílaflokki.
Björgunarsveitarmenn í bílaflokki sjá til þess að ökutæki sveitanna séu alltaf í fullkomnu lagi og tilbúin til notkunar þegar útkall berst. Auk þess sjá meðlimir bílaflokks gjarnan um akstur þeirra til og frá vettvangi og á æfingum.
Salan fer fram 5.-7. nóvember og verða félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar staðsettir víðs vegar um Hafnarfjörðinn.
Það hefur verið nóg um að vera hjá okkur síðustu vikur við að taka þátt í hinum ýmsu útköllum. Þess á meðal er leitin að Herði Björnssyni, skipsstrand við Álftanes, óveður og margt fleira. Einnig voru meðlimir fjarskiptahóps í viðbragðsstöðu og tilbúnir í flug vegna jarðskjálftanna í Afghanistan.
Við verðum með kallinn til sölu við Fjarðarkaup, Bónus og Krónu verslanirnar, ÁTVR og N1 Lækjargötu.
Takk fyrir að standa við bakið á okkur!

Categories: Almennt