Kæru Hafnfirðingar og nágrannar

Næstu daga fer fram fjáröflun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar með sölu neyðarkallsins 2023.

Stuðningur þinn er okkur ómetanlegur og skiptir okkur máli til að reka öfluga og fjölbreytta í Björgunarsveit.

Þann 2.-4. nóvember mun sölufólk okkar standa vaktina í Fjarðarkaup, Nettó Flugvöllum, Nettó Norðurbæ, Krónunni Norðurhellu, Krónunni Flatahrauni, Bónus Helluhraunu, Bónus Völlum og Vínbúðinni Helluhrauni. Takið vel á móti sjálfboðaliðunum okkar.

Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að styðja við öflugt björgunarstarf í Hafnafirði með kaupum á stórum neyðarkalli má senda okkur línu í tölvupóstfangið starfsmadur@spori.is