Nú um helgina fóru nýliðar 2 í ferð og var ferðinni heitið upp á Miðfellstind. Lagt var af stað út úr húsi á föstudags eftirmiðdaginn kl17.30 og var ferðinni þaðan heitið í Skaftafell. Frá Skaftafelli var labbað inn í Kjós þar sem upp voru settar tjaldbúðir. Vaknað var á laugadagsmorgni kl08.00 eftir 3tíma svefn og var ferðinni heitið á Miðfellstind. Eftir uppgöngu í þónokkurn tíma var ákveðið að skynsemi væri í því að snúa við sökum snjóflóðahættu. Í staðinn var tekin smá könnunarleiðangur þegar niður var komið í tjaldbúðir að Morsárjökli og þá kom í ljós allur sandurinn sem á honum var. Kominn var síðan svefntími snemma á mannskapinn eftir lítinn svefn kvöldið áður. Á sunnudegi var síðan ræs kl07.00 í rigningu, svo planið var að ganga frá öllu og labba til baka eftir Morsárdalnum inn í Skaftafell þar sem bílarnir biðu misþreyttra ferðalangana.