Leynist ævintýragjarn unglingur á þínu heimili? Öll fimmtudagskvöld í september verða fundir Björgúlfs opnir öllum sem vilja prófa og sjá út á hvað starfið gengur.

Unglingadeildin Björgúlfur er opin öllum unglingum á 15. til 17. aldursári (fæddum 2008-2010). Fundir eru einu sinni í viku og er dagskráin fjölbreytt en hún miðar að því að búa ungt fólk undir nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

​Í starfi unglingadeildarinnar fær hópurinn kynningu á því starfi sem fram fer innan sveitarinnar, ásamt kennslu í hinum ýmsu þáttum tengdum starfinu. Sem dæmi má nefna ferðamennsku og rötun, fyrstu hjálp, leitartækni, fjallamennsku og fleira.

Fundir unglingadeildarinnar eru öll fimmtudagskvöld kl 19:30 í björgunarmiðstöðinni Kletti að Hvaleyrarbraut 32, 220 Hafnarfirði.