Nú seinnipart nætur hefur djúp lægð gengið yfir landið og töluvert óveður verið í Hafnarfirði. Sveitin er búin að vera með tvo hópa að störfum síðan fjögur í nótt. Verkefnin hafa verið allnokkur og allt frá því að athuga með fjúkandi þakrennur yfir í að binda niður vinnuskúra sem fokið hafa af stað.
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…