Nú seinnipart nætur hefur djúp lægð gengið yfir landið og töluvert óveður verið í Hafnarfirði. Sveitin er búin að vera með tvo hópa að störfum síðan fjögur í nótt. Verkefnin hafa verið allnokkur og allt frá því að athuga með fjúkandi þakrennur yfir í að binda niður vinnuskúra sem fokið hafa af stað.
Almennt
Hljóp maraþon fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Á dögunum barst Björgunarsveit Hafnarfjarðar myndarlegur styrkur frá hlauparanum Gylfa Steini Guðmundssyni sem hljóp heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar sveitinni. Gylfi Steinn hljóp til heiðurs afa sínum, Gylfa Sigurðssyni, fyrrum formanni Björgunarsveitarinnar Fiskakletts Read more…