Sunnudagurinn 10. nóvember var ansi fjörugur hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Fyrsta útkall barst klukkan 12:20 þar sem óskað var eftir aðstoð við lokun á Bláfjallavegi. Spori 2 fór úr bænum með 3 félaga, þeir aðstoðuðu svo útlenda ferðalanga við hellinn Flóka og komu þeim aftur á Krýsuvíkurveg, áður en þeir leystu lögregluna af í Bláfjöllum.

Næstu verkefni fór að berast um klukkan 15 og heildarútkall var sent um klukkan 15:30. Spori 1 og Spori 3 fóru mjög fljótlega úr húsi í fyrstu fokverkefnin í Hafnarfirði og í Garðabæ. Spori 4 fylgdi svo á eftir stuttu síðar. Þess má geta að hópstjórar á Spora 1, 3 og 4 heita allir Andri….
Hóparnir okkar leystu svo fjölmörg verkefni af ýmsum toga næstu klukkutímana og stóðu sig mjög vel.
Í dag fóru einnig nokkrir úr nýliðum 2 í sitt fyrsta útkall með hópunum sem fóru úr húsi. Allir stóðu sig mjög vel og lærðu mikið af eldri félögum. Góður dagur þar sem Björgunarsveit Hafnarfjarðar sýndi bæjarbúum fagleg vinnubrögð með dugnaði og eljusemi.

Categories: Útkall