Sleðaflokkur sveitarinnar hélt til æfinga á Hafnarfjarðarhálendinu síðastliðinn laugardag.
Eins og snjóalög voru þá reyndist mögulegt að keyra úr húsi og beint upp í Grindarskörð. Tilefnið var að kanna möguleika á að komast um á sleðunum við þessar aðstæður.
Það reyndist hið besta mál þó nokkuð vantaði upp á grunninn undir púðrinu,en víða var frábært færi botnlaust púður.
Í ljós koma þrátt fyrir að snóalög séu ekki með mesta móti að þá tók ekki nema um 30 mínútur að komast úr húsi og upp á Heiðina Háu.
Flottur rúntur um mjög skemmtilegt svæði..
Myndir úr ferðinni eru á þessari slóð.
gallery.mac.com/jullig