Í gærkvöldi var haldið námskeiðið Sálræn hjálp sem er hluti af Björgunarmanni 2 hjá Björgunarskólanum. Markmið námskeiðsins er að gera björgunarsveitamenn meðvitaða um það andlega álag sem fylgt getur björgunarsveitastarfi, þá áhættu sem starfinu getur fylgt og að veita upplýsingar um leiðir til hjálpar og um hjálparaðila.

Milli 20 og 25 félagar tóku þátt í námskeiðinu en Einar Örn var fenginn til að kenna námskeið fyrir sveitina.

Categories: Námskeið