Í dag fór Björgunarsveit Hafnarfarðar auk björgunarsveita á svæði 1 og Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins í útkall upp í bakgarð okkar Hafnfirðinga að bjarga konu úr sprungu við Valaból.
Fóru þrír bílar auk fjórhjóls og i þeim 8 undanfarar og 2 bílstjórar. Fór útkallið á besta veg og var verkefninu lokið á einum og hálfum tíma frá boðun. Kom í ljós að konan var lítið sem ekkert slösuð og frekar vel á sig komin. Okkar menn stöðu sig vel að vanda.