Vodafone gaf sveitinni í dag um 1100 notaða GSM síma í átakinu Svaraðu kallinu. Átakið fór af stað í gær en það gengur út á að safna notuðum GSM símum í hvaða ástandi sem er. Sveitin fær svo borgað fyrir hvern síma sem safnast, mismikið eftir gerð og ástandi. Símarnir eru svo sendir til Þýskalands þar sem farið verður yfir þá alla. Þeir símar sem eru nothæfir eru sendir áfarm til þróunarlanda og verða vonandi til þess að auka hagsæld fólks þar. Símar sem ekki eru nothæfir verða endurunnir, allir málmar teknir úr o.þ.h.

Eins hefur fyrirtækið Tæknivörur í dag gefið sveitinni 150 síma.

Categories: Almennt