Klukkan 14:46 í gær barst útkall vegna elds í bát skammt undan Reykjavík.  Skömmu síðar lagði BS Einar Sigurjónsson úr höfn með áhöfn og búnað til slökkvistarfa.  Skipverjum tókst þó sjálfum að slökkva eldinn og voru teknir í tog af hvalveiðibátnum Dröfn RE 35 og aðstoðarbeiðnin afturkölluð rétt áður en Einar kom að skipunum.

Á sama tíma bárust svo fregnir af vélarvana bát í Hvalfjarðarkjafti og því var björgunarskipinu snúið þangað og báturinn tekinn í tog inn í Sundahöfn.

Þess má geta að skipverjar á Einari urðu fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að sigla fram á tvo Beinháfa (Rhincodon typus) sem voru á að giska 6-7 metra langir.  Um er að ræða næst stærsta fisk veraldar og því skemmtileg sjón að sjá.

Categories: Útkall