Þessa stundina stendur yfir leit að týndum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Björgunarsveitarmenn af suðurlandi auk liðsauka frá höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum taka þátt í leitinni.
Fjarskiptahópur BJSH er uppi í Baldvinsskála þar sem sett hefur verið upp stjórnstöð þaðan sem leitinni er stjórnað. Hópurinn er stjórnendum leitarinnar innan handar með tækjabúnað og tengingu við umheiminn.
Þoka er á leitarsvæðinu, rigning og töluverður vindur.
Þessi mynd er tekin í Baldvinsskála rétt í þessu.