Síðast liðinn laugadag sameinuðust kraftar Hafnfirðinga og Akureyringa í æfingu við Gullfoss.

Æfingin fólst í því að brúa Hvítárgil yfir Gullfoss og koma manni yfir það. Þetta verkefni er krefjandi verkefni og einnig var sett markmið að koma manni niður á “eyjuna” sem er í neðri þrepinu í fossinum.

Gekk þetta allt að óskum og fóru alls 6 yfir fossin 4 niður á “eyjuna”. Tók æfingin 9 tíma og 16 manns,það er 7 Súlu menn og 9 frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Categories: Æfingar