logo.gifFyrsta lægð vetrarins er nú gengin yfir. Föstudaginn 16. nóvember hafði veðurstofa gefið út viðvörun vegna væntanlegrar lægðar. 2 félagar úr BSH mættu í hús á hádegi og yfirfóru allan óveðursbúnað sveitarinnar, raðaði í kistur og setti búnað við bíla. Forsjálni þeirra að þakka var allt klárt þegar útkallið barst og útkallshópurinn gat brugðist við enn hraðar en ella.

Klukkan 18:17 boðaði Lögreglan á alla útkallsfæra félaga beiðni vegna óveðursaðstoðar en töluvert fok var á lausamunum í Hafnarfirði. BSH bað menn að vera vel búna að vanda: hjálmur á höfði, ljós, góðir vinnuvettlingar, pollagalli og stáltár skór. Sveitin mannaði nokkur verkefni að beiðni lögreglu ásamt félögum okkar í HSSG og kom að því að tryggja heilmikið af lausamunum. Félagar voru að störfum til klukkan 21:13 það kvöld en þá tók aðeins að lægja og fjörðurinn orðinn nokkuð tryggur.

Categories: Útkall