Fjórhjól, sexhjól, undanfararar og göngumenn frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru nú við leit að týndum göngumanni í Esjunni ásamt fjölmennu liði björgunarsveita frá Höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem er 45 ára Hollendingur er óslasaður og í einhverju símasambandi. Góðar aðstæður eru til leitar á svæðinu.

Categories: Útkall