Kafarahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar var boðaður út um fjögurleitið þann 6. febrúar vegna leitar að manni á Siglufirði.  Fóru 3 kafarar frá sveitinni auk bílstjóra og aðstoðarmanna á tveimur bílum með tvo slöngubáta til Siglufjarðar. Lagt var að stað úr húsi um átta leytið og komið var á Siglufjörð kringum eitt aðfaranótt fimmtudags. Þar voru hópanir mest allan part fimmtudagsins við köfunarstörf ásamt köfurum frá Ársæli og Landhelgisgæslunni, fannst maðurinn ekki og var sveitin afturkölluð um fimmleitið.  Hóparnir héldu þá heim á leið og komu í bæinn aftur um miðnætti.Kafarar að störfum

Categories: Sjóflokkur