Um 06:30 í morgun var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út til aðstoðar ungmennum sem sátu föst í bíl sínum við Krísuvíkurkirkju.
Þrír menn á tveimur bílum fóru á staðinn og gekk greiðlega að koma fólkinu til byggða. Fólkið var að vonum ánægt með að komast heim enda búið að sitja fast í bílnum hátt í átta tíma.

Categories: Útkall