Björgunarsveit Hafnarfjarðar sinnti í kvöld yfir 20 aðstoðarbeiðnum sem komu vegna óveðursins sem gekk yfir. Verkefnin voru að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsum og eigum fólks, eins að hefta fok og ýmislegt fleira. Alls tóku um 20 félagar sveitarinnar þátt í aðgerðinni.

Categories: Útkall