Kl 6:23 í morgun var sjóflokkur sveitarinnar kallaður út af lögreglu til leitar að manni sem saknað var í Hafnarfjarðarhöfn og var farið á öllum bátum sveitarinnar til leitar. Kl 6:38 var landflokkur sveitarinnar einnig boðaður til leitar. Lögregla fann svo manninn heilann á húfi kl 6:45.
12 félagar sveitarinnar voru farnir til leitar á Björgunarskipi, harðbotnabjörgunarbáti, slöngubáti og einum bíl.

Categories: Útkall