Farið var með um 20 nýliðum í gönguferð úr Emstrum yfir í Bása um nýliðna helgi.
Ferðin tókst að vonum vel og voru allir ánægðir í lok helgarinnar, jafnt nýliðar sem leiðbeinendur. Ágætis veður var á svæðinu þó það hafi rignt töluvert á sunnudaginn. Það kom þó ekki að sök því allir voru bleyttir í Nauthúsagili þar sem fólk fékk að vaða undir og stökkva fram af fossum.
Næst á dagskrá er fyrirlestur um fjarskipti nú á miðvikudaginn og rötunarnámskeið næstu helgi.