Rúmlega fimm í dag var björgunarskipið Einar Sigurjónsson kallað út vegna vélarvana báts í Hafnarfjarðarhöfn. Ekki þurfti að fara langt því báturinn var við Drafnarslippinn um 100 m þaðan sem björgunarskipið liggur vanalega. Var komið með bátinn að bryggju um 30 mín eftir að útkallið kom. Tveir menn voru um borð í bátnum og amaði ekkert að þeim en loft hafði komis í eldsneytiskerfið.

Categories: Útkall