Í gærkvöldi voru vinningshafar í myndasamkeppni Áramótablaðs BSH 2018 dregnir út. Á hverju ári bjóðum við lesendum blaðsins að teikna og senda inn mynd, eftir lokun að kvöldi 30. des drögum við svo úr innsendum myndum 3 vinningshafa og voru verðlaunin í ár vegleg eða fjölskyldupakkinn Trausti og Skjótum rótum.

Í ár var ákveðið að draga af handahófi úr innsendum myndum, 3 fallegar myndir komu upp úr kössunum og var það fyrsta verk í morgun að hringja í vinningshafana:

Nökkvi 8 ára, teiknaði björgunarsveitamann með hund undir flugeldasýningu

Myndin frá Nökkva

Myndin frá Nökkva

Sólveig 12 ára, sendi flotta pennateikningu af stelpu með flugeldagleraugu og stjörnuljós undir flugeldasýningu

Myndin frá Sólveigu

Myndin frá Sólveigu

Ragna 9 ára, sendi mynd af flugeldatertum og fólki með stjörnuljós

Myndin frá Rögnu

Myndin frá Rögnu

Sólveig var ekki lengi að koma og sækja vinninginn, við óskum henni innilega til hamingju og óskum fjölskyldunni slysalausra áramóta.

Listamaður sækir verðlaunin

Listamaður sækir verðlaunin

Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakkar fyrir þátttökuna í leiknum en eins og alltaf var myndum í tugatali skilað inn. Jafnframt hafa viðbrögð við blaðinu í ár verið góð og vonum við að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi. Við þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Listamaður sækir verðlaunin

Listamaður sækir verðlaunin

Listamaður sækir verðlaunin

Listamaður sækir verðlaunin