Síðastliðinn laugardag fór bílaflokkur í æfingaferð á Eyjafjallajökul.  Markmið ferðarinnar var að kynna sér jökulinn í návígi og æfa nýja meðlimi.

Færið var fínt framan af en í um 1400 metra hæð var lítið sem ekkert grip og því töluverð vinna að koma bílunum upp að Goðasteini sem er á vestanverðum jöklinum í um 1600 metra hæð.  Þangað komumst við þó að lokum fyrstir manna þá helgina því öll bílför enduðu þar sem færðin fór að versna.

Um hádegi birtust svo aðrar björgunarsveitir af suðurlandi og var verkefni þeirra að skipta um rafgeyma í endurvarpa þarna uppi.  Meðlimir BSH hjálpuðu til við að grafa frá sendinum og búa til pláss fyrir nýjan kassa sem geyma á rafgeymana.

Að lokum voru nokkrir bílar sem keyrt höfðu í sprungur dregnir upp, þar af einn sem samferðamenn hans sáu sér ekki fært um að aðstoða.

Hér að neðan er 360° panorama mynd sem tekin var af toppi Goðasteins.

Categories: Æfingar