Fyrra kynningarkvöld fyrir nýliða í Björgunarsveit Hafnarfjarðar verður í kvöld 3. september og það síðara verður miðvikudagskvöldið 5. september klukkan 20 í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14.
Ef þig langar gera sjálfboðastarf björgunarsveitanna að lífstíl, vinna með hressu og skemmtilegu fólki að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þá áttu erindi til okkar.
Nýliðastarfið er fyrir alla þá sem fæddir eru árið 1995 eða fyrr.
Láttu sjá þig, við tökum vel á móti þér