Björgunarsveit Hafnarfjarðar leitar nú að áhugasömu fólki til að taka þátt í nýliðaþjálfun sveitarinnar veturinn 2024. Kynningarfundur verður í björgunarmiðstöðinni Kletti miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl 20:00 og verður hann svo endurtekinn á sama tíma daginn eftir.
Nýliðaþjálfunin er krefjandi en skemmtileg og við hvetjum alla sem hafa áhuga á björgunarstörfum að stíga út fyrir þægindarammann og mæta á kynningarfundina okkar. Björgunarmiðstöðin Klettur er til húsa að Hvaleyrarbraut 32 í Hafnarfirði.