Laugardaginn 6. október síðastliðinn var haldin flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli á vegum ISAVIA.
Björgunarsveit Hafnarfjarðar kom að æfingunni með ýmsum hætti, allt frá undirbúningi til loka æfingarinnar. Nýliðar tóku þátt í að farða leikarana ásamt því að leika sjúklinga sjálfir. Sjóflokkur sveitarinnar sá til þess að 100 leikarar væru vel nærðir fyrir, á meðan og eftir æfinguna. Að lokum sendi sveitin 4 björgunarmenn á æfinguna sjálfa sem allir höfðu mikið gagn og gaman af. Ásamt því að bjarga tóku þeir virkan þátt í undirbúningi eins og slysaförðun og framreiðslu matar.
Þetta var stórt og viðamikið verkefni sem kom inn á marga þætti sveitarinnar og stóð okkar fólk vaktina í allt að 10 tíma. Skemmtilegur dagur sem við lærðum mikið af.
Almennt
Nýliðaþjálfun 2016-2018
Nýliðaþjálfun 2016-2018, skemmtilegur og lærdómsríkur tími Eftir því sem árin liðu fór ég að sjá eftir því að hafa aldrei gengið til liðs við björgunarsveit. Í gegnum tíðina hafði ég stundað töluverða útivist og elskaði Read more…