Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk boð um slasaðan mann í Esjunni fyrir ofan Stein. Maðurinn hafði hrasað og runnið niður klettabelti um 60 metra leið.
Tveir undanfarar fóru af stað frá okkur ásamt tveimur bílstjórum. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar út og voru þær komnar upp í Esju á leið til mannsins þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom. Þrátt fyrir leiðindaveður og lítið skyggni náðu þeir að síga eftir manninum og flytja hann til aðhlynningar á Landspítalann í Reykjavík.