Tveir nýliðar sveitarinnar hittu fyrir kalt og hrakið ferðafólk á Hellisheiði þegar það leitaði skjóls í sæluhúsi sem þeir voru staddir í.  Fólkið hafði hrakist í skjól vegna storms, rigninga, kulda og svengdar.  Þeir gátu veitt þeim mat, þurr föt og svefnpoka til að hlýja sér. 

Hjálparsveit Skáta Hveragerði var kölluð út til að flytja fólkið til byggða og gerði það í góðri samvinnu við nýliðana okkar.  Aðgerðin gekk vel með því að nýta klifurbönd til stuðnings yfir erfiðustu kletta og íshjallana að næsta vegi.  Þaðan var keyrt niður í Hveragerði.

Við erum mjög ánægð með hvernig nýliðarnir okkar stóðu sig og greinilegt að þarna er þjálfun þeirra að koma að góðum notum.  Það verður gott að fá þessa jaxla til liðs við sveitina.