Björgúlfur, hin öfluga unglingadeild Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, hlaut á dögunum samfélagsstyrk frá Krónunni upp á 500.000 kr.
Styrkurinn rennur til kaupa á klifurbúnaði fyrir unglingadeildina: klifurbelti, hjálma, línur og allt tilheyrandi.
Búnaðurinn mun gera Björgúlfi og BSH kleift að bjóða ungu fólki áfram upp á metnaðarfullt tómstundastarf þar sem áhersla er lögð á heilnæma útivist og hreyfingu í öruggu umhverfi, auk þjálfunar í grunnþáttum björgunarstarfs.
Í Björgúlfi og öðrum unglingadeildum Slysavarnarfélagins Landsbjargar um allt land fer fram gríðarlega öflugt tómstundastarf fyrir ungmenni, allt í sjálfboðastarfi. Auk ómetanlegs framlags til tómstundastarfs þá standa unglingadeildirnar að stórum hluta undir nýliðun í björgunarsveitum landsins, auk þess að spila lykilhlutverk í fjáröflunum.
Við þökkum Krónunni kærlega fyrir styrkinn!