Nú þegar þetta er skrifað er sveitin í hvíld eftir átök gærdagsins. Góður árangur var af starfi sveitarinnar í gær þegar þrír einstaklingar björguðust úr rústum verslunarhúsnæðis í miðborg  Port-au Prince. Ljóst er að sveitinni bíða erfið verkefni næstu daga og því er það mikilvægt og jákvætt veganesti inn í þá vinnu að hafa náð góðum árangri í gær.

Mikið starf er unnið hér heima í baklandi sveitarinnar og hafa frá okkar hendi þar staðið vaktina þeir Dagbjartur og Ingólfur. Auk þeirra hafa fjölmargir sveitarmeðlimir komið að undirbúningi sem og útkallsferlinu öllu.

Mikið er af fréttum af starfi sveitarinnar og vill ég benda fólki á vefsíðu þar sem haldið er utan um þessi atriði auk fleiri hluta.

Við sendum fólkinu okkar baráttu kveðjur.

Tengill á upplýsingasíðu.

http://www.facebook.com/pages/Albjodabjorgunarsveit-SL-ICE-SAR/283292745069?v=wall&ref=mf