Í gærkvöldi stóð bílaflokkur Hjálparsveitar skáta í Garðabæ fyrir opinni æfingu fyrir bílaflokka á svæði 1. Þrír félagar úr bílaflokk BSH tóku þátt í æfingunni ásamt hópum frá HSSR, HSSK og HSG. Að þessu sinni var æfingin haldin á Hellisheiðinni og meðal verkefna var að spila bíl uppúr á, rétt notkun á drullutjakk og leit úr bíl.

Æfingin er þáttur í því að auka samstarf bílaflokka á svæði 1 og verða opnar æfingar á vegum bílaflokks HSG annan hvern mánuð í vetur.