Annasamur laugardagur

Björgunarsveit Hafnarfjarðar hafði í nógu að snúast þessa helgina. Á föstudag byrjuðu nýliðar á Fjallamennskunámskeiði í Esjunni undir leiðsögn nokkura undanfara sveitarinnar og nokkrir félagar sjóflokks á áhafnanámskeiði björgunarskipa. Þessi námskeið voru svo alla helgina. Laugardagsmorgun fór vaskur hópur félaga sveitarinnar að bjarga kind er hafði varpað sér niður í Read more…

Nýliðar aðstoða ferðafólk í vanda

Tveir nýliðar sveitarinnar hittu fyrir kalt og hrakið ferðafólk á Hellisheiði þegar það leitaði skjóls í sæluhúsi sem þeir voru staddir í.  Fólkið hafði hrakist í skjól vegna storms, rigninga, kulda og svengdar.  Þeir gátu veitt þeim mat, þurr föt og svefnpoka til að hlýja sér.  Hjálparsveit Skáta Hveragerði var Read more…

Renningur á Hafnarfjarðarhálendinu

Sleðaflokkur sveitarinnar hélt til æfinga á Hafnarfjarðarhálendinu síðastliðinn laugardag. Eins og snjóalög voru þá reyndist mögulegt að keyra úr húsi og beint upp í Grindarskörð. Tilefnið var að kanna möguleika á að komast um á sleðunum við þessar aðstæður. Það reyndist hið besta mál þó nokkuð vantaði upp á grunninn Read more…

Skugganefja við Hvaleyri

Einar Sigurjónsson og Valiant fóru s.l þriðjudag í fjöruna við Hvaleyri, til að ná í Skugganefju, sem er ca. 5m hvalur.  Rak hann upp í fjöru í síðustu viku.  Starfsmenn Hafró voru búnir að taka sýni úr hvalnum þegar við komum að. Hafði hvalurinn sennilega lent á báti, þar sem að kjálkinn Read more…

Messað um sleðamál norðan heiða

Hin árlega fagráðstefna sleðamanna innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldina á Akureyri þann 29. nóvember. Að vanda voru skemmtilegir og fróðlegir fyrirlestrar í boði auk þess sem slegið var upp sýningu á tækjum sveita. Sleðaflokkur BH lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og mætti þarna með 7 manns auk þess að Read more…

Langjökull

Bílaflokkar þriggja björgunarsveita á svæði eitt fóru nú um helgina í sameiginlega æfingarferð á Langjökul.  Fengu bílstjórarnir að kynnast flestu því er viðkemur ferðamennsku á jöklum, hvers skal varast, spila sig upp brattar brekkur og margt fleira.  Það var heldur ekki þannig að veðrið léki við okkur heldur þurfu menn Read more…

Köfunardagur

Síðastliðinn laugardag var haldinn köfunardagur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Var öllum félögum sveitarinnar boðið að koma og prófa köfun við eins öruggar aðstæður og kostur er. Fékk sveitin afnot af Sundhöll Hafnarfjarðar og var henni lokað fyrir almenning á meðan sveitin var við æfingar. Kann sveitin Sundhöll Hafnarfjarðar bestu þakkir fyrir aðstöðuna. Um Read more…