Spori á hálendisvakt

Björgunarsveit Hafnarfjarðar dvaldi í Herðubreiðarlindum á hálendisvakt norðan Vatnajökuls 28. júli til 4. ágúst síðastliðinn. Vaktin var róleg en verkefnin fjölbreytt og skemmtileg eins og við var að búast. Hálendisvaktarhópurinn samanstóð að þessu sinni af sjö fullgildum félögum og fjórum nýliðum.

Nýjir félagar

Á aðalfundir Björgunarsveitar Hafnarfjarðar nú í kvöld buðum við velkomna 6 nýja félaga. Þau hafa nú lokið nýliðaþjálfun sveitarinnar og eru þá komin á útkallslista félagsins. Þetta eru þau: Alex Már GunnarssonBrynhildur Íris BragadóttirSteinar SindrasonÓskar Steinn Jónínuson ÓmarssonGunnar Jökull GunnarssonMikael Thorarenssen Stjórn óskar þeim til hamingju með áfangann.

Viðtal við Lárus: Björgunaraðgerðir í Tyrklandi

Lárus Steindór Björnsson er björgunarsveitarmaður í Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Hann var staddur í Tyrklandi að aðstoða við björgunaraðgerðir eftir jarðskjálftana sem riðu þar yfir.   Vinnudagarnir voru langir eða 12 klukkutímar. Aðstæðurnar í búðunum sem Lárus gisti í voru fínar þar sem tjöldin voru upphituð og þau sváfu á beddum. Fyrir utan Read more…

Aðalfundur 2020 – frestað

í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun stjórn BSH leita leiða til að fresta aðalfundi fram yfir 15. apríl, án þess að láta fundargesti koma saman til að greiða atkvæði um það – þetta fundarboð er til að uppfylla lög BSH um boðun aðalfundar.

Nýliðaþjálfun 2016-2018

Nýliðaþjálfun 2016-2018, skemmtilegur og lærdómsríkur tími Eftir því sem árin liðu fór ég að sjá eftir því að hafa aldrei gengið til liðs við björgunarsveit. Í gegnum tíðina hafði ég stundað töluverða útivist og elskaði ævintýramennsku. Ég var í nokkuð góðu formi og sá því fram á að geta gefið Read more…