Heimsókn 21 nóvember

Miðvikudaginn síðasta fékk Björgunarsveit Hafnarfjarðar heimsókn frá hópi úr Gamla Bókasafninu í Hafnarfirði. Mikill áhugi var hjá hópnum. Þau voru sótt á bílum sveitarinnar og keyrð niðrá höfn þar sem sýning á Einari Sigurjónsynni fór fram, eftir það komu þau uppá Flatarhraun og húsið skoðað, Bílasalurinn og talstöðvaskápurinn voru greinilega Read more…

Sporhundafréttir

Sporhundur sveitarinnar Perla hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði. Grunnþjálfun er lokið, þ.e.a.s. hún þekkir verkefnið sem ætlast er til að hún vinni og er áköf í að leysa það. Þjálfunin er því komin á næsta stig, útkallsþjálfun. Nú er hún þjálfuð við mismunandi aðstæður, innanbæjar sem utan, Read more…

Haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar

Um helgina stendur yfir haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar (ÍA). Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tekur þátt með sjö björgunarmönnum en sveitin er ein af aðildareiningum ÍA. Björgunarsveit Hafnarfjarðar  er einnig með tvo menn í æfingastjórn sem sér um að skipuleggja og framkvæma æfinguna. Síðast en ekki síst sér sveitin um sjúklinga fyrir æfinguna. Read more…

Flugdeild LHG heimsótt

Í kvöld bauð Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands leitarhópum á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn. Það var afar skemmtilegt og fræðandi að fá að sækja þá heim. Við skoðuðum aðstöðuna þeirra og þyrluna TF Gná. Fórum út fyrir hús og prufuðum nætusjónauka sem þeir nota í starfi sínu. Einnig var haldin smá tala um Read more…

SAREX – Fjölþjóðleg björgunaræfing í Grænlandi

Í dag, 12. september hefst þátttaka Slysavarnafélagsins Landsbjargar á SAREX, fjölþjóðlegri björgunaræfingu á Grænlandi. Þar verða æfð viðbrögð við áfalli sem skemmtiferðaskip lendir í við austurströnd Grænlands. Austurströndin er afskekkt svæði þótt nokkuð sé um umferð skemmtiferðaskipa. Því er ljóst að við stóráfall þar yrði þörf á viðbrögðum frá þeim Read more…

Fundur með framkvæmdastjóra RNLI

Í síðastliðinni viku átti Þórólfur Kristjánsson, félagi sveitarinnar, fund með Paul Boisser framkvæmdastjóra bresku sjóbjörgunarsamtakanna RNLI en Þórólfur hefur undanfarið ár starfað með bátastöð RNLI á ánni Thames. Þórólfur kynnti fyrir honum starfsemi sveitarinnar og SL auk þess sem Markúsarnetið var kynnt en bátastöðin í Teddington er sú fyrsta hjá Read more…

Langar þig að starfa með öflugri björgunarsveit?

Kynningarkvöld fyrir nýliða hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar verða mánudagskvöldið 3. september og miðvikudagskvöldið 5. september klukkan 20 í húsi sveitarinnar að Flatahrauni 14. Ef þig langar gera sjálfboðastarf björgunarsveitanna að lífstíl, vinna með hressu og skemmtilegu fólki að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þá áttu erindi til okkar. Nýliðastarfið er fyrir alla Read more…

BSH og Hraunbúar undirrita samstarfssamning

Á afmælishátíðinni á Landsmóti Skáta, laugardaginn 28. júlí undirrituðu Ragnar Haraldsson, formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og Una Guðlaug Sveinsdóttir, félagsforingi skátafélagsins Hraunbúa, samstarfssamning á milli félaganna.  Með undirritun samningsins er innsigluð formlega sú stefna að auka samstarf á milli félaganna sem mun skila sér í öflugu skáta- og ungliðastarfi fyrir börn Read more…

Monsi okkar hálfnaður til Kína

Símon er núna um það bil hálfnaður á ferð sinni til Kína en hann er staddur þessa dagana í Íran í góðu yfirlæti. Frétt um Símon birtist rétt í þessu á mbl.is hér: http://mbl.is/frettir/innlent/2012/07/31/halfnadur_til_kina_a_reidhjoli/ Myndir frá ferðinni hans má finna á Flickr síðu Símonar http://www.flickr.com/photos/33394343@N00/collections/72157630060420686/