Almennt
Flugeldasýning
Flugeldasýning verður haldin í samstarfið við Rio Tinto Alcan yfir Hafnarfjarðarhöfn kl 20:30 í kvöld
Flugeldasýning verður haldin í samstarfið við Rio Tinto Alcan yfir Hafnarfjarðarhöfn kl 20:30 í kvöld
Nú er flugeldasalan hjá okkur komin á fullt og allt hefur gengið vel fyrir sig. Í ár erum við með fjóra sölustaði, þá sömu og í fyrra en þeir eru: Risaflugeldamarkaður, Flatahrauni 14 Við verslunarmiðstöðina Fjörð Fornubúðir við smábátahöfnina Haukahúsið á Ásvöllum Flugeldasýningin verður við höfnina þann 29. desember kl Read more…
Kæru félagar og vinir Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, við viljum jafnframt þakka ykkur öllum fyrir gott og farsælt samstarf á liðnum árum. Bestu kveðjur Stjórn Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Í gær kom út veglegt afmælisblað Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Blaðinu er dreift inn á öll heimili bæjarins og ætti útburðurinn að klárast í kvöld. Blaðið er gefið út í tengslum við 10 ára afmæli sveitarinnar og einnig er þar að finna upplýsingar um flugeldasöluna sem hefst þann 28. desember. Hægt er Read more…
Um núliðna helgi var ýmislegt í gangi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Sex einstaklingar eyddu helginni á Úlfljótsvatni þar sem grunnnámskeið Íslensku Alþjóðasveitarinnar fór fram. Fjórir sátu námskeiðið og höfðu mikið gaman af. Á námskeiðinu er farið í gegnum alla innri virkni Íslensku Alþjóðasveitarinnar auk þess sem að menn og konur fræðast Read more…
Fimmtudaginn 4.nóvember var skrifað undir samstarfsamninga milli Hafnarfjarðarbæjar, Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og slysavarnadeildarinnar Hraunprýði auk þess var skrifað undir samtarfssamning milli Hafnarfjarðarhafnar og Björgunarsveitarinnar. Samningar þessir eru afrakstur vinnu sem farið hefur fram undanfarin misseri, í samningunum felast ýmis sameiginleg verkefni aðila auk almenns stuðnings bæjarfélagsins. Í samningunum fellst mikil viðurkenning Read more…
Um síðastliðna helgi fór fram á Grand Hótel Reykjavík, ráðstefnan Björgun 2010. Dagana fyrir Björgun, voru tvær ‘systurráðstefnur’, en það voru “Almannavarnir Sveitafélaga” og “Verkfræði, Jarðskjálftar og Rústabjörgun”. Björgun hófst á fyrirlestrinum “Íslenska Alþjóðasveitin á Haítí 2010”, en þar fóru þeir Gísli Ólafsson og Ólafur Loftsson yfir ferli ÍA, frá því Read more…
Rétt um klukkan 18:00, laugardaginn 16. október, voru allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út, til leitar að 16 ára stúlku, Ísold Önnu Árnadóttur. Hennar hafði verið saknað síðan um miðjan dag og sást síðast við heimili sitt í Breiðholti. Ágætis mæting var hjá okkur, en um 13 mættu til leitar. Read more…
Nóg er um að vera hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar einsog sjá má á seinustu fréttum. Þessi helgi var engin undartekning en félagar sveitarinnar byrjuðu helgina á útkalli á föstudaginn þar sem leitaðir voru slóðar í kringum höfuðborgarsvæðið. Sveitin sendi í útkallið 2 fullbreytta jeppa ásamt 2 öðrum bílum sem keyrðu slóða Read more…
Björgunarsveit Hafnarfjarðar sat ekki aðgerðarlaus síðustu helgi. Nýliðar fóru á rötunarnámskeið á Úlfljótsvatni og lærðu þar um kortalestur og áttavitanotkun. Samhliða rötunarnámskeiðinu voru nýliðar á seinna ári að læra félagabjörgun í umsjón undanfarahóps sveitarinnar en það námskeið var einnig á Úlfljótsvatni. Sjóflokkur sat heldur ekki í leti og sendu mann Read more…