Nóg er um að vera hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar einsog sjá má á seinustu fréttum. Þessi helgi var engin undartekning en félagar sveitarinnar byrjuðu helgina á útkalli á föstudaginn þar sem leitaðir voru slóðar í kringum höfuðborgarsvæðið. Sveitin sendi í útkallið 2 fullbreytta jeppa ásamt 2 öðrum bílum sem keyrðu slóða við Hafnarfjörð og víðar.

Á laugardaginn var dagurinn tekinn snemma en vaknað var um 05:00 á laugardagsmorgni og haldið á afmælis æfingu Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Sveitin sendi 4 hópa á æfinguna, þeir hópar sem sendir voru sinntu ýmsum verkefnum og ber þar að nefna: fjallabjörgun,leitarverkefni, leitar/björgunarköfun,flugslys,bílslys. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson mætti á æfinguna og fékk strax það verkefni að vera stjórnandi í aðgerðum vegna flugslyss sem átti að hafa verið við Viðey. Allt gekk að óskum og áhöfn skipsins og aðrir þátttakendur voru ánægðir með æfinguna. Sama má segja um hina hópana sem tóku þátt í æfingunni þar með talinn hóp nýliða á seinna ári sem tóku þátt í æfingunni, sá hópur mjög ánægður með æfinguna og fengu þau þar reynslu sem nýtist þegar þau skrifa undir eiðstaf sveitarinnar og halda í útköll í náinni framtíð.

Á sunnudaginn barst svo útkall þar sem leit hélt áfram að manni sem hefur ekki sést til síðan föstudaginn 24. september. Leitað var að bifreið mannsins og eknar voru götur höfuðborgarsvæðisins.

Það má því segja að félagar sveitarinnar hafi haft í nógu að snúast um helgina. Hægt er að sjá myndir frá æfingunni í myndaalbúmi sveitarinnar hér á síðunni.