Almennt
Glæsileg flugeldasýning.
Í kvöld var haldin glæsileg flugeldasýning við höfnina. Gríðarlegur fjöldi bæjarbúa mætti á sýninguna auk þess sem um 140 félagar sveitarinnar tóku þátt í að gera þessa afmælissýningu Hafnarfjarðarbæjar mjög svo eftirminnilega. Að sýningu lokinni mætti fjöldi félaga í kaffi sem Hraunprýðiskonur buðu uppá í húsi sveitarinnar.