Nýárskveðja.

Kæru félagar Á mörgu hefur gengið í okkar umhverfi á undanförnum misserum. Þegar að svo ber undir er það huggun að vita að ykkur öllum sem myndið þá frábæru heild sem Björgunarsveit Hafnarfjarðar er. Sjaldan ef aldrei höfum við séð jafnmikið af ungum sem eldri félögum sveitarinnar standa vaktina eins Read more…

Glæsileg flugeldasýning.

Í kvöld var haldin glæsileg flugeldasýning við höfnina. Gríðarlegur fjöldi bæjarbúa mætti á sýninguna auk þess sem um 140 félagar sveitarinnar tóku þátt í að gera þessa afmælissýningu Hafnarfjarðarbæjar mjög svo eftirminnilega. Að sýningu lokinni mætti fjöldi félaga í kaffi sem Hraunprýðiskonur buðu uppá í húsi sveitarinnar.

Risaflugeldasýning í kvöld 29. des.

Risaflugeldasýning sveitarinnar og Hafnarfjarðarbæjar verður haldin við höfnina í kvöld kl 20:30 mánudaginn 29.des. Sýningin verður yfir Hafnarjarðarhöfn. Í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar verður sérlega mikið lagt í sýninguna til þess að binda enda á glæsilegt afmælisár bæjarins. Félagar sveitarinnar og velunnarar eru hvattir til að láta sjá sig.

Flugeldasalan komin í gang.

Jæja þá er allt komið á fullt í sölunni og gríðarlega góð stemming á stöðunum okkar. Flugeldasýningin verður svo mánudagskvöldið 29. des kl 20.30. Við munum þurfa á fullt af höndum að halda vegna sýningarinnar. Sýningin þetta árið er samvinnuverkefni með Hafnarfjarðarbæ í tilefni 100 ára afmæli bæjarins og vegna Read more…

Jólakveðja.

Kæru félagar, nú þegar jólahátíðin er gengin í garð og stund er milli stríða er rétt að minnast góðra stunda frá árinu sem er senn að líða. Starf sveitarinnar sveitarinnar hefur verið í miklum blóma þetta árið og er það ykkur öllum frábærum hópi að þakka. Sjaldan höfum við horft Read more…

Svaraðu kallinu !

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefja í dag nýtt fjáröflunar- og endurvinnsluátak undir heitinu „Svaraðu kallinu!“ Átakið felst í því að björgunarsveitir safna gömlum gsm símum en ljóst er að slíkir símar leynast víða í skúffum og skápum landsmanna. Björgunarsveitirnar koma símunum áfram til þýska fyrirtækisins Greener Solutions sem sérhæfir sig í Read more…

Sölusýning

Slysavarnadeildin Hraunprýði verður með sölusýningu á glerlistmunum  í Björgunarmiðstöðinni, að Flatahrauni 14, (gömlu slökkvistöðinni) laugardaginn 13.desember klukkan 15.00-18.00. Endilega kíkið við og fáið fallega listmuni á góðu verði, myndir, skartgripir og fleira.  Verðum með heitt á könnunni.