Glæsileg flugeldasýning.

Í kvöld var haldin glæsileg flugeldasýning við höfnina. Gríðarlegur fjöldi bæjarbúa mætti á sýninguna auk þess sem um 140 félagar sveitarinnar tóku þátt í að gera þessa afmælissýningu Hafnarfjarðarbæjar mjög svo eftirminnilega. Að sýningu lokinni mætti fjöldi félaga í kaffi sem Hraunprýðiskonur buðu uppá í húsi sveitarinnar.

Risaflugeldasýning í kvöld 29. des.

Risaflugeldasýning sveitarinnar og Hafnarfjarðarbæjar verður haldin við höfnina í kvöld kl 20:30 mánudaginn 29.des. Sýningin verður yfir Hafnarjarðarhöfn. Í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar verður sérlega mikið lagt í sýninguna til þess að binda enda á glæsilegt afmælisár bæjarins. Félagar sveitarinnar og velunnarar eru hvattir til að láta sjá sig.

Flugeldasalan komin í gang.

Jæja þá er allt komið á fullt í sölunni og gríðarlega góð stemming á stöðunum okkar. Flugeldasýningin verður svo mánudagskvöldið 29. des kl 20.30. Við munum þurfa á fullt af höndum að halda vegna sýningarinnar. Sýningin þetta árið er samvinnuverkefni með Hafnarfjarðarbæ í tilefni 100 ára afmæli bæjarins og vegna Read more…

Jólakveðja.

Kæru félagar, nú þegar jólahátíðin er gengin í garð og stund er milli stríða er rétt að minnast góðra stunda frá árinu sem er senn að líða. Starf sveitarinnar sveitarinnar hefur verið í miklum blóma þetta árið og er það ykkur öllum frábærum hópi að þakka. Sjaldan höfum við horft Read more…

Svaraðu kallinu !

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefja í dag nýtt fjáröflunar- og endurvinnsluátak undir heitinu „Svaraðu kallinu!“ Átakið felst í því að björgunarsveitir safna gömlum gsm símum en ljóst er að slíkir símar leynast víða í skúffum og skápum landsmanna. Björgunarsveitirnar koma símunum áfram til þýska fyrirtækisins Greener Solutions sem sérhæfir sig í Read more…

Sölusýning

Slysavarnadeildin Hraunprýði verður með sölusýningu á glerlistmunum  í Björgunarmiðstöðinni, að Flatahrauni 14, (gömlu slökkvistöðinni) laugardaginn 13.desember klukkan 15.00-18.00. Endilega kíkið við og fáið fallega listmuni á góðu verði, myndir, skartgripir og fleira.  Verðum með heitt á könnunni.

Skugganefja við Hvaleyri

Einar Sigurjónsson og Valiant fóru s.l þriðjudag í fjöruna við Hvaleyri, til að ná í Skugganefju, sem er ca. 5m hvalur.  Rak hann upp í fjöru í síðustu viku.  Starfsmenn Hafró voru búnir að taka sýni úr hvalnum þegar við komum að. Hafði hvalurinn sennilega lent á báti, þar sem að kjálkinn Read more…

Jeppanámskeið

Í gærkvöldi kom Freyr Jónsson, oft kenndur við Arctic Trucks, í heimsókn og hélt langan og góðan fyrirlestur um jeppabifreiðar.  Farið var yfir allt sem tengist akstri jeppa, drifrás, dekk, viðhald og margt fleira.  Þarna var klárlega maður á ferð sem allir gátu lært af, sama á hvaða aldri þeir Read more…