Jólakveðja.

Kæru félagar, nú þegar jólahátíðin er gengin í garð og stund er milli stríða er rétt að minnast góðra stunda frá árinu sem er senn að líða. Starf sveitarinnar sveitarinnar hefur verið í miklum blóma þetta árið og er það ykkur öllum frábærum hópi að þakka. Sjaldan höfum við horft Read more…

Svaraðu kallinu !

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefja í dag nýtt fjáröflunar- og endurvinnsluátak undir heitinu „Svaraðu kallinu!“ Átakið felst í því að björgunarsveitir safna gömlum gsm símum en ljóst er að slíkir símar leynast víða í skúffum og skápum landsmanna. Björgunarsveitirnar koma símunum áfram til þýska fyrirtækisins Greener Solutions sem sérhæfir sig í Read more…

Sölusýning

Slysavarnadeildin Hraunprýði verður með sölusýningu á glerlistmunum  í Björgunarmiðstöðinni, að Flatahrauni 14, (gömlu slökkvistöðinni) laugardaginn 13.desember klukkan 15.00-18.00. Endilega kíkið við og fáið fallega listmuni á góðu verði, myndir, skartgripir og fleira.  Verðum með heitt á könnunni.

Skugganefja við Hvaleyri

Einar Sigurjónsson og Valiant fóru s.l þriðjudag í fjöruna við Hvaleyri, til að ná í Skugganefju, sem er ca. 5m hvalur.  Rak hann upp í fjöru í síðustu viku.  Starfsmenn Hafró voru búnir að taka sýni úr hvalnum þegar við komum að. Hafði hvalurinn sennilega lent á báti, þar sem að kjálkinn Read more…

Jeppanámskeið

Í gærkvöldi kom Freyr Jónsson, oft kenndur við Arctic Trucks, í heimsókn og hélt langan og góðan fyrirlestur um jeppabifreiðar.  Farið var yfir allt sem tengist akstri jeppa, drifrás, dekk, viðhald og margt fleira.  Þarna var klárlega maður á ferð sem allir gátu lært af, sama á hvaða aldri þeir Read more…

Kærar þakkir Hafnfirðingar!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakkar öllum þeim er keyptu Neyðarkallinn þetta árið.  Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og sölufólki okkur tekið mjög vel og með hlýhug.  Einstakt þótti okkur hvað fólk var ánægt þegar það gat sýnt okkur að það hefði keypt Neyðarkallinn þegar það gekk fram hjá sölustöðum. Einungis með Read more…

Útkall – Óveður

Um kl 23:00 í gærkvöldi var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út vegna óveðurs. Ein af flogbryggjunum í Hafnarfjarðarhöfn hafði losnað up og var farinn að reka af stað öðru megin með alla bátana með sér. Um 25 manns frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar ásamt hóp frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ tóku þátt í Read more…

Björgun 2008

Þann 24. – 26. október n.k. verður ráðstefnan Björgun 2008 haldin á Grand Hóteli í Reykjavík. Á Björgun koma saman slysavarnafólk, björgunarsveitarmenn og aðrir aðilar úr viðbragðsgeiranum, víðsvegar af landinu. Allir sem fylgjast með í björgunar- og slysavarnamálum á Íslandi ættu að mæta á ráðstefnuna því af henni má hafa Read more…

Unglingadeildin Björgúlfur

Annar kynningarfundur unglingadeildarinnar Björgúlfs verður haldinn miðvikudaginn 1. október, kl. 19:30 í húsakynnum sveitarinnar á Flatahrauni. Unglingadeildin Björgúlfur er fyrir alla krakka á aldrinum 14-17 ára. (Fædd 92-94) Fundir unglingadeildarinnar verða síðan haldnir einu sinni í viku á fimmtudagskvöldum og er margt spennandi á dagskránni í vetur. Allir velkomnir, bæði Read more…