Jeppanámskeið

Í gærkvöldi kom Freyr Jónsson, oft kenndur við Arctic Trucks, í heimsókn og hélt langan og góðan fyrirlestur um jeppabifreiðar.  Farið var yfir allt sem tengist akstri jeppa, drifrás, dekk, viðhald og margt fleira.  Þarna var klárlega maður á ferð sem allir gátu lært af, sama á hvaða aldri þeir Read more…

Kærar þakkir Hafnfirðingar!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakkar öllum þeim er keyptu Neyðarkallinn þetta árið.  Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og sölufólki okkur tekið mjög vel og með hlýhug.  Einstakt þótti okkur hvað fólk var ánægt þegar það gat sýnt okkur að það hefði keypt Neyðarkallinn þegar það gekk fram hjá sölustöðum. Einungis með Read more…

Útkall – Óveður

Um kl 23:00 í gærkvöldi var Björgunarsveit Hafnarfjarðar kölluð út vegna óveðurs. Ein af flogbryggjunum í Hafnarfjarðarhöfn hafði losnað up og var farinn að reka af stað öðru megin með alla bátana með sér. Um 25 manns frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar ásamt hóp frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ tóku þátt í Read more…

Björgun 2008

Þann 24. – 26. október n.k. verður ráðstefnan Björgun 2008 haldin á Grand Hóteli í Reykjavík. Á Björgun koma saman slysavarnafólk, björgunarsveitarmenn og aðrir aðilar úr viðbragðsgeiranum, víðsvegar af landinu. Allir sem fylgjast með í björgunar- og slysavarnamálum á Íslandi ættu að mæta á ráðstefnuna því af henni má hafa Read more…

Unglingadeildin Björgúlfur

Annar kynningarfundur unglingadeildarinnar Björgúlfs verður haldinn miðvikudaginn 1. október, kl. 19:30 í húsakynnum sveitarinnar á Flatahrauni. Unglingadeildin Björgúlfur er fyrir alla krakka á aldrinum 14-17 ára. (Fædd 92-94) Fundir unglingadeildarinnar verða síðan haldnir einu sinni í viku á fimmtudagskvöldum og er margt spennandi á dagskránni í vetur. Allir velkomnir, bæði Read more…

Ný heimasíða í loftið

Eins og athugulir notendur sjá þá hefur spori.is heldur betur fengið andlitslyftingu. Það er von okkar að síðan verði aðveldari í keyrslu. Síðan á einnig að auka upplýsingaflæði til félaga sveitarinnar á innri vef og annara sem heimsækja bara ytri vefinn. Þeir sem voru með aðgang að innri vefnum á gömlu Read more…

Kafarar á fullri ferð

Kafarar sveitarinar hafa verið duglegir við iðju sína í sumar og er komnar um 30 kafanir og eiga fleiri eftir að bætast við, Því í vikuni eru 3 kafarar að fara norður á Akureyri þar sem er haldið landsmót skáta og er ætluninn að gista þar og kafa síðan í Read more…

Við leitum að nýjum félögum

Í ár verða haldnir 2 kynningarfundir fyrir nýliðastarf sveitarinnar. Fundirnir eru þriðjudagskvöldið 2. september og miðvikudagskvöldið 3. september. Báðir fundirnir byrja kl:20 og verða í húsnaæði sveitarinnar á Flatahrauni 14. Sama kynning er bæði kvöldin og því nóg að mæta á annan fundinn. Frekari upplýsingar um nýliðastarfið má finna á Read more…