Á meðan að félagar okkar í alþjóðasveitinni eru að störfum á Haítí heldur lífið sinn vanagang hér á Íslandi. Nú um helgina var haldið námskeið á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í fjallabjörgun. Fjallabjörgun snýst um að flytja sjúkling í brattlendi, til dæmis má nefna fólk sem er í sjálfheldu í klettabeltum, sækja sjúklinga ofaní þröng og djúp gljúfur eða láta sjúkling síga í börum niður lóðrétta klettaveggi. Nú um helgina fór 10 manna hópur undir í Eyjafjöll til þess að æfa og nema þessi fræði. Voru settar upp bergtryggingar, fórnarlömb sótt í lóðrétta klettaveggi, sigið með börur niður brekkur og veggi.  Oftar en ekki voru málin síðan greind til hlítar í heita pottinum um kvöldið. Þó svo að veðrið hafi ekki leikið við okkur allan tímann þá voru þó allir sáttir og reynslunni ríkari eftir helgina.

Categories: Æfingar