Í kvöld stóð köfunarhópur sveitarinnar fyrir köfunaræfingu í höfinni við Björgunarskipið Einar Sigurjónsson. Æfingin hófst klukkan 8. Ásamt köfurum sveitarinnar mættu á svæðið kafarar frá Björgunarsveitinni Ársæli. 3 dúkkur voru settar útí og leitað að þeim. Aðstæður voru góðar, veður milt og enginn vindur. Á botninum var ekkert skyggni en kafarar björgunarsveitanna þjálfa reglulega í þannig aðstæðum og verða að geta unnið á botninum blindandi. Æfingin gekk í alla staði vel og lauk klukkan 10. Stefnt er að fleiri samæfingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur.

Categories: Æfingar