Fyrsti formlegi nýliðafundur vetrarins verður næstkomandi miðvikudag.  Gengið verður á Helgafell sem er staðsett í bakgarði okkar Hafnfirðinga.  Sveitin hefur undanfarin ár farið í ófá útköll á þetta svæði og því mikilvægt fyrir okkur að þekkja það vel.

Mæting er stundvíslega kl 20:00 á Flatahraunið.  Mæta þarf í útifötum eftir veðri og með ljós.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á nylidar[hjá]spori.is og því verður svarað um hæl.

Þeir sem ekki komust á kynningarfundina en hafa áhuga á að starfa með okkur í vetur geta sent okkur póst á fyrrnefnt póstfang og við munum hafa samband.

Categories: Æfingar