Um kl. 12:45 á föstudag kom útkall frá 112, vegna óveðurs á Höfuðborgarsvæðinu.  Rétt um 30 manns komu að útkallinu með einum eða öðrum hætti.

Flest verkefnin hjá okkar sveit var að festa niður þakplötur og ná í kör sem voru að fjúka.  Vellirnir, Áslandið, Stuðlaberg, Suðurvangur og Síðumúli voru meðal þeirra staða sem farið var á hjá okkur, en farið var á alls 11 staði.

Á tímabili vorum við með 3 bíla úti á sama tíma.  Mæting var með ágætum.

Var öllum verkefnum lokið og fengum við að fara heim um kl. 19:00

Categories: Útkall