Christina strandar við Lundey

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á tólfta tímanum í gærmorgun, eftir að Christina (áður Andrea II) hafði strandað við Lundey, með 8 manns um borð. Fiskaklettur og Einar Sigurjónsson fóru af stað, en Fiskakletti var snúið við þegar þeir voru komnir að Gróttuvita. Einar Sigurjónsson hélt áfram á strandstað og Read more…

Óveðursútkall 9. okt. 2009

Um kl. 12:45 á föstudag kom útkall frá 112, vegna óveðurs á Höfuðborgarsvæðinu.  Rétt um 30 manns komu að útkallinu með einum eða öðrum hætti. Flest verkefnin hjá okkar sveit var að festa niður þakplötur og ná í kör sem voru að fjúka.  Vellirnir, Áslandið, Stuðlaberg, Suðurvangur og Síðumúli voru Read more…

Útkall – Týnd rjúpnaskytta

Í gær og í allan dag hefur björgunarfólk frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, tekið þátt í leit að týndri rjúpnaskyttu á Skáldabúðaheiði sem saknað hefur verið frá hádegi í gær.  Á þriðja tug manna hafa komið að leitinni frá Hafnarfirði á fjórum bílum, tveimur fjórhjólum, með sporhund og svæðisleitarhund. Skyttan er enn Read more…

Sporhundahópur finnur týndan Hollending

Hálendisgæsla Landsbjargar hóf leit að Hollenskum ferðamanni um tíu leitið á laugardagskvöld. Var fljótlega óskað eftir frekari aðstoð vegna erfiðra aðstæðna, skyggni var mjög slæmt og svartamyrkur. Sporhundahópur sveitarinnar kom í Landmannalaugar kl fjögur að morgni sunnudags og hóf þá leit. Hópurinn fann hinn týnda rétt fyrir sjö og var Read more…