Sporhundurinn Píla hefur lokið A prófi í sporum, sem er hæsta stig úttektar í sporum. Fyrir ári síðan lauk hún B prófi og mátti þar með fara í útköll.

Sporið var 4,3km langt og 24 tíma gamalt. Hófst sporið við Hagkaup í Garðabæ og endaði það við Smáralind. Píla leysti prófið vel og stóðst prófið með príði.