Í gær var sjóflokkur kallaður út vegna elds sem kom upp í báti á Faxaflóa. Útkallið kom kl 18:58 og voru bæðið Einar Sigurjónsson og Fiskaklettur farnir úr höfn 19:10. Fljótlaga kom tilkynning um að mennirnir 2 sem höfðu verið um borð væru komnir í björgunarbát. Um kl 19:25 var búið að bjarga mönnunum um borð í bát sem var nærri slysstað. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru beðnir að halda áfram á slysstað því enn brann báturinn. Um kl 20 sökk báturinn og voru þá aðgerðir afturkallaðar. Þegar afturköllunin kom átti Fiskaklettur eftir rúmar 30 sjómílur eða 1 klst eftir á slysstað. Einar Sigurjónsson átti um 2 klst eftir ófarnar á slysstað. Bátarnir komu í höfn um kl 21

Categories: Útkall