Sjóflokkur sveitarinnar var ræstur út í gærkvöldi (18/2) klukkan 21:30 vegna báts sem hvarf úr tilkynningarskyldunni. Um 15 mínútum síðar fór Einar Sigurjónsson og Fiskaklettur úr höfn í síðasta þekkta punkt bátsins sem var í 20 sjómílna fjarlægð frá Hafnarfirði. Þegar komið var út fyrir gróttu þá tilkynnti báturinn sig inn og lét vita að allt væri í lagi. Héldu Þá Fiskaklettur og Einar í höfn aftur.