Útkall Neyðarstig Rauður

klukkan 22:34 Bárust félögum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar þau boð að Boeing 757 þota væri að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með bilaðan vökvabúnað. mættu 13 félagar uppí hús ásamt þremur einstaklingum í hússtjórn og einnig mönnuðu fimm manns björgunarskipið Einar Sigurjónsson. rúmum 15 mínutum síðar var aðgerðin afturkölluð.

Nýliðar á Sjó

Í dag fóru 12 nýliðar í umsjón sjóflokks að sigla á Bs.Einari Sigurjónssyni og Bb. fiskakletti. farið var stuttur hringur yfir í höfnina í kópavogi þar sem nýliðum var kennt alskyns hlutum s.s. að velta björgunarbátum , notkun björgunarnets og margt fleira. þaðan fór hópurinn í flugskýli landhelgisgæslunar þar sem Read more…

Útkall F2 gulur.

Sjóflokkur sveitarinnar var ræstur út í gærkvöldi (18/2) klukkan 21:30 vegna báts sem hvarf úr tilkynningarskyldunni. Um 15 mínútum síðar fór Einar Sigurjónsson og Fiskaklettur úr höfn í síðasta þekkta punkt bátsins sem var í 20 sjómílna fjarlægð frá Hafnarfirði. Þegar komið var út fyrir gróttu þá tilkynnti báturinn sig Read more…

Christina strandar við Lundey

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á tólfta tímanum í gærmorgun, eftir að Christina (áður Andrea II) hafði strandað við Lundey, með 8 manns um borð. Fiskaklettur og Einar Sigurjónsson fóru af stað, en Fiskakletti var snúið við þegar þeir voru komnir að Gróttuvita. Einar Sigurjónsson hélt áfram á strandstað og Read more…