Björgunarsveit Hafnarfjarðar ásamt Hjálpafsveit skáta Garðabæ voru kallaðar út laust eftir kl 23 í kvöld, til aðstoðar við Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins. Kona hafði hrasað á göngu við Helgafell og gat ekki gengið. Ekki er akfært að Helgafelli og þurfti því að bera konuna niður í Kaldársel. Þaðan sem hún var flutt á slysadeild. Fimm undanfarar tóku þátt í aðgerðinni.

Categories: Útkall