Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út í gær kvöldi til að aðstoða skútu sem strandað hafði á skeri við Engey fyrir utan Reykjavík.

Var útkallið boðað út á hæsta forgangi eða rauðum og var viðbragðstíminn innan við 10mín þegar hraðbjörgunarbáturinn Fiskaklettur fór úr höfn og fylgdi börgunarskipið Einar Sigjónsson fast á eftir,

Einnig var farið með slöngubát á bíl inn í Reykjarvík.
En áður en bátarnir voru komnir á slysstað var viðbragð minkað því betur fór en fyrst var talið og var þá Fiskaklettur kominn við Gróttu.
Um 12 mans tóku þátt í þessari aðgerð.

Categories: Útkall